Sjónvarpsþættir um hafnir

Málsnúmer 201703030

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 60. fundur - 05.04.2017

Á Hafnasambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13.-14. október 2016 voru kynntar hugmyndir um hvernig megi kynna starfsemi hafna. Ein af þeim hugmyndum var að láta útbúa stutta sjónvarpsþætti um hafnir í samvinnu við Hringbraut og Athygli.

Ákveðið hefur verið að athuga hvort áhugi sé hjá aðildarhöfnum að taka þátt í slíku verkefni. Hafnasambandið mun þá láta útbúa einn yfirlitsþátt þar sem fjallað er almennt um starfsemi og umfang hafna. Síðan gætu aðildarhafnir verið með einn þátt fyrir sig eða nokkrar hafnir tekið sig saman um einn þátt.

Framleiðslukostnaður Hringbrautar er 400.000 kr.án vsk og svo er vinna Athygli við dagskrárgerð 120-140.000 kr. án vsk. Við þetta gæti bæst ferðakostnaður. Hver þáttur er um 26 mínútur og stefnt er að því að þættirnir verði teknir upp í sumar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að undirbúa þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra að hafa samband við hagsmunaaðila og bjóða þeim að vera aðilar í því.