Bókun um fjárframlög til hafnarframkvæmda

Málsnúmer 201612061

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 57. fundur - 11.01.2017

Með rafpósti sem barst 12. desember 2016 er vakin athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2017 er verulega dregið úr fjármagni til hafnabótasjóðs. Einnig kemur fram að stjórn Hafnasambandsins hvetur aðildarhafnir til að láta í sér heyra hvað þetta varðar.

Veitu- og hafnaráð tekur heilshugar undir bréf Hafnasambands Íslands sem dagsett er 12. desember 2016 sem sent hefur verið til allra alþingismanna en þar segir:

„Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl. var fjallað um framlög sem áætluð eru til hafnabótasjóðs í frumvarpi til fjárlaga 2017. Fjölmargar hafnir eru komnar í mikla viðhaldsþörf og mikilvægt er að fjárlögin taki mið að því, sem og nýsamþykktri samgönguáætlun.

Skv. könnum sem stjórn hafnasambandsins lét framkvæma árið 2015 þá er áætluð viðhalds- og framkvæmdaþörf hafnasjóða á næsta ári um 6,5 ma.kr. og rúmlega 8 ma.kr. árið 2018. Það er því alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka fjármagn í hafnabótasjóð til að tryggja öryggi sjófarenda og til að viðhalda þér mikilvægu innviðum sem hafnir landsins eru.“

„Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400 m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegna gert ráð fyrir 1.158 m.kr. í hafnabótasjóð.

Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13.-14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu.

Þingmönnum ætti að vera ljóst að kominn er tími á miklar framkvæmdir í höfnum landsins og leggur stjórn hafnasambandsins mikla áherslu á að það fjármagna sem sett er í hafnabótasjóð verði endurskoðað og aukið svo hægt sé að tryggja góða hafnaraðstöðu hringinn í kringum landið.“

Veitu- og hafnaráð - 59. fundur - 01.03.2017

Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.



Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.



Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.



Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:



"Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:



Rifshöfn, endurbygging Norðurkants

Siglufjörður, þekja og lagnir

Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur

Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu

Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis

Grindavík, endurbygging Miðgarðs

Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"



Lagt fram til kynningar.