Veitu- og hafnaráð

33. fundur 01. júlí 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Minnisblað um tryggingamál hafna

Málsnúmer 201506118Vakta málsnúmer

Reykjavík 24. júní 2015



Með rafpósti þann 24. júní 2015, barst minnisblað sem hafnasambandið lét LEX lögmannsstofu vinna fyrir sig á vormánuðum. Í minnisblaðinu er farið yfir réttarstöðu hafna í tryggingarmálum. Fram kom að erindi um þetta málefni verður erindi hafnafundinum sem verður 28. ágúst nk.



Í inngangi kemur eftirfarandi fram:

"Að beiðni formanns Hafnasambands Íslands, Gísla Gíslasonar, höfum við tekið saman minnisblað þetta í tengslum við tryggingamál hafna. Tilefnið mun vera það að ýmis konar atvik hafa komið upp í og við hafnir sem mikilvægt er að átta sig á hvort hægt sé að fá næga tryggingavernd fyrir. Við höfum undir höndum bréf Hafnasambands Íslands dags. 16. febrúar 2015 þar sem gerð er grein fyrir tilefni gerðar minnisblaðs þessa auk þess sem nefnd eru dæmi um vafatilvik sem komið hafa upp.

Við gerð minnisblaðs þessa hefur viðeigandi lagagrundvöllur verði kannaður auk þess sem aflað hefur verið upplýsinga frá vátryggingafélaginu VÍS sem m.a. sérhæfir sig í tryggingum af því tagi sem hér koma til álita."
Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson, arkitekt, kynnti fyrir ráðsmönnum fyrirliggjandi drög að greinargerð og deiliskipulagsuppdrætti. Nokkrar breytingar voru gerðar á fyrirliggjandi gögnum og mun arkitekt senda inn nýjar tillögur í samræmi við þær.
Afgreiðslu frestað.
Ágúst vék af fundi kl. 9:50.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs