Veitu- og hafnaráð

48. fundur 18. maí 2016 kl. 07:30 - 07:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson boðaði forföll og mætti Silja Pálsdóttir í hans stað.

1.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá 384. fundargerð fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 29. apríl sl.



Lögð fram til kynningar.

2.Boðun á hafnasambandsþing 2016

Málsnúmer 201605048Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing verður haldið á Ísafirði dagana 13. og 14. október nk. Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnastjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á Hafnasambandsþingið eigi síðar en 15. september nk.
Veitu- og hafnaráð leggur til að formaður og yfirhafnavörður sæki þingið.

3.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða er komið í auglýsinga- og kynningaferil. Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi gögn og þá vinnu sem framundan er til þess að deiliskipulagstillagan verði staðfest. Einnig fór ráðið yfir þær fyrirspurnir sem fram komu á kynningarfundi um fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Veitu- og hafnaráð lýsir yfir ánægju með að deiliskipulagstillagan sé komin í auglýsingu.

4.Framkvæmdir veitu- og hafnasviðs 2016.

Málsnúmer 201605105Vakta málsnúmer

Nú er að hefjast framkvæmdatími ársins og fór sviðstjóri um stöðu hvers verkefnis sem er til framkvæmda á veitu- og hafnasviði.
Lagt fram til kynningar.
Bjarni Gautason mættir til fundar kl. 9:10 og yfirgaf fund kl. 10:00

5.Virkjunarsvæði í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201605104Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins var mættur Bjarni Gautason,útibússtjóri Ísor á Akureyri. Bjarni kynnti þær rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð þakkar Bjarna Gautasyni fróðlegar upplýsingar sem hann veitti á fundinum.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs