Málsnúmer 201609001Vakta málsnúmer
Í inngangi að framangreindri skýrslu kemur fram að ráðuneytið byggir vinnu sína á fjárhagsupplýsingum sem liggja fyrir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafa síðan verið unnar og settar fram af Hafnasambandi Íslands.
Við gerð skýrslunnar notaði ráðuneytið m.a. ofangreind gögn en auk þess var rætt við nokkurn hóp manna sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði. Að mati ráðuneytisins var eðlilegt að miða við upplýsingar sem þegar lágu fyrir og almennt eru lagðar til grundvallar í umræðu um hafnamál.
Meginniðurstaða ráðuneytisins er sú að rekstrarlega er staða hafna viðunandi en viðkvæm. Helsta ástæða fyrir betri afkomu hafna nú en fyrir hrun er veikara gengi krónunnar í kjölfar hrunsins.
Að öðru leyti er gerð gein fyrir sjónarmiðum ráðherra og rökum fyrir þeim í skýrslunni.