Veitu- og hafnaráð

52. fundur 14. september 2016 kl. 07:30 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir og Óskar Óskarsson boðuðu forföll.

1.Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna

Málsnúmer 201609001Vakta málsnúmer

Í inngangi að framangreindri skýrslu kemur fram að ráðuneytið byggir vinnu sína á fjárhagsupplýsingum sem liggja fyrir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafa síðan verið unnar og settar fram af Hafnasambandi Íslands.

Við gerð skýrslunnar notaði ráðuneytið m.a. ofangreind gögn en auk þess var rætt við nokkurn hóp manna sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði. Að mati ráðuneytisins var eðlilegt að miða við upplýsingar sem þegar lágu fyrir og almennt eru lagðar til grundvallar í umræðu um hafnamál.

Meginniðurstaða ráðuneytisins er sú að rekstrarlega er staða hafna viðunandi en viðkvæm. Helsta ástæða fyrir betri afkomu hafna nú en fyrir hrun er veikara gengi krónunnar í kjölfar hrunsins.

Að öðru leyti er gerð gein fyrir sjónarmiðum ráðherra og rökum fyrir þeim í skýrslunni.

Lögð fram til kynningar.

2.Umsögn um stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 201608056Vakta málsnúmer

Í rafpóst sem barst 19. ágúst 2016 voru send til umsagnar drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands en stefnumótunarnefnd hafnasambandsins hefur unnið að gerð draganna. Fram kom að stjórnin hefur farið yfir drögin og ákveðið að senda þau út á aðildarhafnir til umsagnar.

Óskað er einnig eftir að umsagnir berist sambandinu fyrir 16. september nk. Stefnumörkunin verður svo tekið til umræðu á hafnasambandsþingi sem haldið verður á Ísafirði 13. og 14. október n.k..



Ráðið kynnti sér fyrirliggjandi drög og gerir engar athugasemdir við þau.

3.Fyrirspurnir um viðlegu í höfnum Hafnasjóðs

Málsnúmer 201609074Vakta málsnúmer

Fyrirspurnir hafa komið til yfirhafnavarðar um viðlegupláss í höfnum Hafnasjóðs, sjá tölvupóst frá 13.september 2016.
Umræður urðu um þá aðstöðu sem boðið er uppá fyrir skip og báta í höfnum Dalvíkurbyggðar. Veitu- og hafnaráð fagnar auknum áhuga aðila á að fá aðstöðu og hasla sér völl í hafntengdri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og mun ráðið taka tillit til þess í komandi fjárhagsáætlanagerð.

4.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að framkvæmdum hafna og veitna á komandi fjárhagsári.
Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina þær tillögur að framkvæmdum sem eru fram komnar.

5.Samþykkt um Fráveitu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014

Málsnúmer 201410237Vakta málsnúmer

Eftir staðfestingu sveitarstjórnar á Samþykktum um fráveitur í Dalvíkurbyggð var hún send í umhverfisráðuneytið til staðfestingur þann 18. maí 2016. Þann 13. júlí barst eftirfarandi svar "Farið hefur verið yfir samþykkt um fráveitur í Dalvíkurbyggð og gert tillögu að smá breytingum sem eru auðkenndar í skjalinu. Óskað er eftir staðfestingu á að ganga megi frá samþykktinni í þessari mynd"

Sviðsstjóra þótti rétt að samþykktin færi aftur í gegnum samþykktarferlið hjá sveitarfélaginu til að tryggja lögmæti hennar. Einnig var gerð breyting á 12. gr. þar sem hnykkt er á kröfum samkvæmt tillögu heilbrigðiseftirlits.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að senda Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

6.Ósk um að tengjast veitukerfi við Stekkjarholt

Málsnúmer 201608076Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 14. ágúst 2016 er óska Jane Kæjrgaard og Einar Hjörleifsson eftir að fyrirhuguð bygging á lóð nr. 217941, Stekkjarholt tengist veitukerfi Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að ræða við umsækendur.
Pétur Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þá þessu erindi.

7.Umsókn um hita- vatns- og fráveitu við Ægisgötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201608030Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 10. ágúst 2016 sækir Agnes Sigurðardóttir f.h. Bjórbaðanna ehf um tengjast hita-, vatns- og fráveitu. Stefnt er að því að starfseminn hefist í byrjun næsta árs.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

8.Stækkun á dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 201609073Vakta málsnúmer

Efla verkfræðistofa var fengin til að kanna möguleika þess að stækka dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal og við Hauganes. Nú liggur fyrir minnisblað þar sem frumhönnun verkefnisins liggur fyrir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fara í framkvæmdir við stækkun dreifikerfis hitaveitunnar að Ingvörum og Helgafell í ár og vísar frekari stækkun dreifikerfis til fjárhagsáætlun næsta ár. Sviðsstjóra falið að afla tilboða í verkið.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs