Stækkun á dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 201609073

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 52. fundur - 14.09.2016

Efla verkfræðistofa var fengin til að kanna möguleika þess að stækka dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal og við Hauganes. Nú liggur fyrir minnisblað þar sem frumhönnun verkefnisins liggur fyrir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fara í framkvæmdir við stækkun dreifikerfis hitaveitunnar að Ingvörum og Helgafell í ár og vísar frekari stækkun dreifikerfis til fjárhagsáætlun næsta ár. Sviðsstjóra falið að afla tilboða í verkið.

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Á fundinum var kynnt verkönnun á stækkun dreifikerfis Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal.
Sviðsstjóra falið að óska eftir viðauka til byggðarráðs, fáist hann, að semja við Steypustöðin Dalvík ehf um verkið.