Veitu- og hafnaráð

134. fundur 11. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit reksturs hafna Dalvíkurbyggðar janúar og febrúar og stöðu framkvæmda.
Sveitarstjóri og veitustjóri fóru yfir rekstur hafna og veitna Dalvíkurbyggðar og stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.

2.Eftirlit - hreinsistöðvar

Málsnúmer 202402154Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

3.Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - HV

Málsnúmer 202402152Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

4.Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - KV

Málsnúmer 202402153Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Vélvirkja ehf. og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

5.Þrýstingur á köldu vatni Árskógssandur

Málsnúmer 202402156Vakta málsnúmer

Veitustjóri fóru yfir stöðu mála varðandi kalt vatn á Árskógssandi, stefnt er á endurnýjun á hluta dælulagnar og tengingu brunahana milli Dalvíkur og Árskógssands.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti útboðsgögn Vegagerðarinnar fyrir Norðurgarð.
Lagt fram til kynningar.

7.Flotbryggja Dalvíkurhöfn, bæta við steyptum fingri.

Málsnúmer 202402139Vakta málsnúmer

Silja Pálsdóttir lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:16

Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að keyptur verði steyptur fingur við flotbryggju sem liggur út frá olíubryggju.

Silja Pálsdóttir kom aftur til fundar kl. 9:29

8.Úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar; KPMG

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.
Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri