Veitu- og hafnaráð

121. fundur 04. janúar 2023 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs
Dagskrá
Monika Margrét Stefánsdóttir mætti á fundinn í fjarfundarbúnaði. Rúnar Óskarsson starfsmaður veitna sat allan fundinn.

1.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2022

Málsnúmer 202212141Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2021. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 247,2 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.667.682 kr. Skoða uppfærslu á reglum á jöfnun húshitunarkostnaðar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Fundargerðir 2022

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Heildarúttekt á neysluvatni frá Dalvík, Bakkalindir og Brattavalla

Málsnúmer 202211033Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Ósk um viðræður til að sinna meindýravörnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202208084Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsett 17. ágúst 2022, er tekið fyrir frá Ólafi Pálma Agnarssyni þar sem hann vill kanna áhuga á viðræðum um að sinna þeim verkefnum sem snúa að meindýravörnum í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð þakkar Ólafi Pálma Agnarssyni fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að útbúa vinnuferla varðandi eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu. Ráðið telur að ekki sé þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Ósk um niðurfellingu hitaveitureikninga

Málsnúmer 202212129Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsett 15. nóvember 2022, óskar Jóhanna Sigurjónsdóttir fyrir hönd Lækjar Skíðadal sf., að hitaveitureikningar verði skoðaðir út frá óeðlilegri notkun í kjölfar bilunar.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.202209060 - Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Gunnar Kristinn Guðmundsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur undir umsögn ráðsins hvað varðar matskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til umfjöllunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði."
Lagt fram til kynningar.
Veitu- og hafnaráð leggur til að leitað verði sérfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins gagnvart nýtingarétti Norðurorku á Syðri-Haga vegna hugsanlegrar tenginga á milli jarðhitasvæða á Birnunesborgum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs