Veitu- og hafnaráð

119. fundur 24. október 2022 kl. 08:15 - 13:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs
Dagskrá
Haukur Gunnarsson boðar forföll og kemur Júlíus Magnússon í hans stað. Gunnlaugur Svansson mætti ekki og enginn kom í hans stað.

1.Ósk um niðurfellingu tengigjalda fráveitu

Málsnúmer 202202116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Árna Hjartarssyni um að fráveitan frá frístundahúsinu Sörlaskjóli í Svarfaðardal var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld.
Tekið fyrir á 116 og 118 fundi Veitu- og hafnaráðs sem frestaði erindinu til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð tekur undir sjónarmið Árna þar sem rotþróin er talin bera tvö hús.
Samþykkt samhljóða að endurgreiða gjöldin með 4 atkvæðum.

2.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Gjaldskrár- og samþykktarbreytingar Hafnasjóðs, fráveitu, hitaveitu og vatnsveitu lagðar fyrir og teknar til umræðu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum framlagðar tillögur að gjaldskrám Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2023. Vísað til byggðaráðs.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlagt minnisblað Sviðsstjóra um breytingar á samþykktum um fráveitu og rotþrær í Dalvíkurbyggð og felur Sviðsstjóra að vinna að tillögum að breytingu á samþykktinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníel Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmdasviðs