Málsnúmer 202004043Vakta málsnúmer
Með rafpósti 4. apríl 2020 kemur fram að: "Sem liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er stefnt að orkuskiptum í höfnum og haftengdri starfsemi, þ.e. að tryggja innviðuppbyggingu sem stuðli að notkun endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis.
Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir skemmstu er gert ráð fyrir 300 m.kr. til ýmissa verkefna á sviði orkuskipta, þ.m.t. til haftengdrar starfsemi. Verkefni sem styrkt verða af umræddum fjármunum þurfa að hefjast eigi síðar en 1. sept. 2020 og skal vera lokið fyrir 1. apríl 2021."
Með rafpósti sem barst 4. maí 2020 fylgdi sem viðhengi excelskjal til útfyllingar.