Veitu- og hafnaráð

93. fundur 05. febrúar 2020 kl. 08:00 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri boðaði forföll.

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Fundargerð 419. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
mánudaginn 20. janúar 2020, kl. 11:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til símafundar.

Vakin er sérstaklega athygli á 3. tölulið fundargerðar en þar er fjallað um tillögur til þingsályktunar um samgönguáætlun annars vegar til fimm ára fyrir árin 2020 - 2024 og hins vegar fyrir árin 2020 - 2034.Í bókun fundarins kemur eftirfarandi fram: "Stjórn Hafnasambands Íslands telur mikilvægt að haldið verði áfram að auka framlag til framkvæmda í höfnum í gegnum hafnabótasjóð."
Veitu- og hafnaráð tekur undir mikilvægi þess, eins og fram kemur í fundargerð Hafnasambandsins, að haldið verði áfram að auka framlag til framkvæmda í höfnum í gegnum hafnabótasjóð.

2.Fundargerðir Siglingaráðs 2020

Málsnúmer 202001091Vakta málsnúmer

Frá Siglingaráði hafur borist eftirtalin fundargerð: 20. fundur Siglingaráðs frá 7. nóvember 2019.
Lögð fram til kynningar.

3.Kórónasmit og sóttvarnaráætlun

Málsnúmer 202001104Vakta málsnúmer

Í bréfi sem dagsett er 30. janúar 2020, frá Hafnasambandi Íslands, er vakin athygli á að svonefnt kórónasmit sé að breiðast út á heimsvísu. Þar kemur einnig fram að mikilvægt er að minna hafnir á stöðu þeirra og hlutverk í þessu sambandi. Annars vegar vegna millilandasiglinga með vörur og hins vegar og ekki síst vegna farþegaskipa, sem hefja árlegar siglingar til landsins þegar líður á maímánuð.

Í bréfinu er einnig minnt á að 2017 var staðfest og gefin út viðbragðsáætlun vegna sóttvarna hafna og skipa, en sú áætlun er landsáætlun. Í ljósi þróunar mála er eindregið mælst til þess að hafnir kynni viðbragðsáætlunina sérstaklega fyrir starfsmönnum hafnanna og einnig þeim sem mikilvægt er að þekki til ferla áætlunarinnar.

Hafnasambandið mun fylgjast með þróun mála og fá nánari leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð frá sóttvarnarlækni eftir því sem tilefni er til.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að kynna fyrir hafnastarfsmönnum viðbragðsáætlun vegna sóttvarna hafna og skipa.

4.Til allra sveitarfélaga - vatnsgjald

Málsnúmer 201911047Vakta málsnúmer

Umrætt málefni hefur verið til umfjöllunar nú um tíma og hefur Samorka séð um samskipti við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fyrir hönd allra vatnsveita. Haldinn var fjarfundur þar sem vatnsveitur gátu komið sínum sjónarmiðum á framfæri og niðurstaða hans var að Samorka mundi senda til vatnsveitna drög að svarbréfi og barst það 20. janúar sl.

Sviðsstjóri hefur sent svar við umræddu erindi ráðuneytisins og er það til kynningar á þessum fundi.
Lagt fram til upplýsingar.

5.Framkvæmdir árið 2020

Málsnúmer 202002001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á veitu- og hafnasviði á yfirstandandi fjárhagsári.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs