Til allra sveitarfélaga - vatnsgjald

Málsnúmer 201911047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Tekið fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 13. nóvember 2019, en bréfið varðar gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ólögmæti þess að álögur byggi á sjónarmiðum um arðsemi.

Farið er fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar þar sem gætt er að framangreindum sjónarmiðum og erindinu svarað eigi síðar en föstudaginn 13. desember nk.
Byggðaráð felur sviðsstjóra veitu- og hafnaráðs að svara erindinu fyrir 13. desember nk.

Veitu- og hafnaráð - 91. fundur - 04.12.2019

Sviðsstjóri hafði samband við lögfræðing Samorku vegna þessa máls, en til upplýsingar þá er Samorka samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Fram kom að frestur hefur verið gefinn til að svara bréfi ráðuneytis til 10. janúar 2020 og munu samtökin boða félagsmenn til fundar vegna þessa máls nú í desember.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 93. fundur - 05.02.2020

Umrætt málefni hefur verið til umfjöllunar nú um tíma og hefur Samorka séð um samskipti við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fyrir hönd allra vatnsveita. Haldinn var fjarfundur þar sem vatnsveitur gátu komið sínum sjónarmiðum á framfæri og niðurstaða hans var að Samorka mundi senda til vatnsveitna drög að svarbréfi og barst það 20. janúar sl.

Sviðsstjóri hefur sent svar við umræddu erindi ráðuneytisins og er það til kynningar á þessum fundi.
Lagt fram til upplýsingar.