Umhverfis- og dreifbýlisráð

17. fundur 02. febrúar 2024 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun 2024.

2.Hreinsun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202401137Vakta málsnúmer

Til umræðu óæskileg ruslsöfnun á svæðum í eigu Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að haldið verði áfram með hreinunarátak frá árinu 2023 og að leitað verði samstarfs við Heilbrigðieftirlit og Byggingarfulltrúa um ákveðna hluta verkefnisins. Framkvæmdasviði er falið að hefja undirbúning að afgirtu geymslusvæði austan gámasvæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar - staða og framtíð

Málsnúmer 202401136Vakta málsnúmer

Helga fór yfir skipulag og stöðu Vinnuskólans og helstu áskornir í starfi hans.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði í samvinnu við Fræðslusvið að finna lausn á húsnæðisvanda Vinnuskólans. Ráðið telur nauðsynlegt að ráðinn sé inn verkstjóri fyrir Vinnuskólann.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir drögin og er sammála um þau þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar