Umhverfis- og dreifbýlisráð

14. fundur 20. október 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við með málsnúmer 202309118. Var það samþykkt samhljóða 5 atkvæðum og fer málið á dagskrá undir tölulið nr. 6.

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár sem heyra undir umhverfis- og dreifbýlisráð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár fyrir árið 2024 um 4,9%, nema gjaldskrá fyrir ref- og minkaveiðar hún verði hækkuð um 20%.

2.Fundargerðir 2023; Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra

Málsnúmer 202302095Vakta málsnúmer

Tekin fyrir 231. fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20.september sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun HNE 2024

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Haustfundur ALNEY, fundargerð, rekstraráætlun 2024

Málsnúmer 202309103Vakta málsnúmer

Haustfundur ALNEY var haldinn á lögreglustöðinni á Akureyri þriðjudaginn 26.september sl. þar sem m.a. var tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Svæðisskipulagsnefnd 2023

Málsnúmer 202310017Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og
sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki málefni Svæðisskipulags Eyjafjarðar fyrir á fundum skipulagsráðs/nefndar hvers sveitarfélags og/eða sveitarstjórnar eftir því sem við á.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu.

6.Opnir skurðir við Hauganes

Málsnúmer 202309118Vakta málsnúmer

Það eru skurðir sem liggja meðfram skjólbelti á Hauganesi fyrir ofan Lyngholt sem eru gamlir og stíflaðir. Hætta á því að börn geti farið sér að voða þar sem þeir sjást illa og eru með laufblöð og gras ofan á vatninu. Búið er að bregðast við og lagfæra verstu staðina en finna þarf varanlega lausn.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að óska eftir að setja kr. 1.000.000.- á deild 09250 - 4396 á fjárhagsáætlun 2024 til þess að vinna að varanlegri lausn á þessu vandmáli.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri