Opnir skurðir við Hauganes

Málsnúmer 202309118

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 14. fundur - 20.10.2023

Það eru skurðir sem liggja meðfram skjólbelti á Hauganesi fyrir ofan Lyngholt sem eru gamlir og stíflaðir. Hætta á því að börn geti farið sér að voða þar sem þeir sjást illa og eru með laufblöð og gras ofan á vatninu. Búið er að bregðast við og lagfæra verstu staðina en finna þarf varanlega lausn.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að óska eftir að setja kr. 1.000.000.- á deild 09250 - 4396 á fjárhagsáætlun 2024 til þess að vinna að varanlegri lausn á þessu vandmáli.