Umhverfis- og dreifbýlisráð

2. fundur 14. október 2022 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023; Framkvæmdasvið

Málsnúmer 202210039Vakta málsnúmer

Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun 2023 sem verður lögð fyrir byggðaráð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Ósk um viðræður til að sinna meindýravörnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202208084Vakta málsnúmer

Erindi tekið fyrir frá Ólafi Pálmi Agnarssyni með tölvupósti dags 17.8.2022.
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar Ólafi fyrir erindið og bendir á að í gildi séu samningar um meindýravarnir í sveitarfélaginu.

3.Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2022

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá Framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði