Starfs- og fjárhagsáætlun 2023; Framkvæmdasvið

Málsnúmer 202210039

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 118. fundur - 13.10.2022

Jolanta vék af fundi kl. 10:30 þegar kom að umræðu um fjárhagsáætlun veitunnar.
Rúnar Óskarsson og Arnar Rúnarsson stafsmenn veitu Dalvíkurbyggðar og Björn Björnsson og Jón Þór Balvinsson starfmenn hafna Dalvíkurbyggðar komu inn á fund undir lið 4.
Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram til umræðu.
Veitu- og hafnaráð fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun sem verður lögð fyrir Byggðarráð. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er þökkuð vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 2. fundur - 14.10.2022

Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun 2023 sem verður lögð fyrir byggðaráð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 3. fundur - 25.10.2022

Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram til umræðu.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða starfsáætlun 2023.
Fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar.