Með fundarboði fylgdu þrír samningar við Menningarfélagið Berg þ.e. afnotasamningur, styrktarsamningur og húsaleigusamingur vegna bókasafnsins. Jafnframt fylgdi með ársreikningur 2011 og fjárhagsáætlun 2012. Menningarráð fór yfir reikninginn og fjárhagsáætlunina. a) Húsaleigusamningur Bókasafnsins við BergFarið var yfir samninginn og gerðar nokkrar breytingar á fundinum. Menningarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu. b) Styrktarsamningur Farið var yfir samninginn og gerðar nokkrar breytingar á fundinum. Menningarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu. c) Afnotasamningur Farið var yfir samninginn og gerðar nokkrar breytingar á fundinum. Menningarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Endurskoðun menningarstefnua Dalvíkurbyggðar var til umræðu. Menningarráð stefnir á að hafa súpufund í febrúar þar sem íbúar verða fengnir til þátttöku við endurskoðun menningarstefnunnar.
Menningarráð hélt í Dalvíkurskóla á dag íslenskrar tungu þar sem haldið var upp á hann í samvinnu við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Nefndarmenn
Freyr AntonssonFormaður
Þóra Rósa Geirsdóttir
Hlín Torfadóttir
Hildur Ösp GylfadóttirSviðstjóri
Fundargerð ritaði:Hildur Ösp GylfadóttirSviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs