Menningarráð

91. fundur 24. mars 2022 kl. 08:15 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Júlíus Magnússon kom ekki á fund og boðaði ekki forföll.
Aðrir sem sátu fund undir liðum 1. - og 2.: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Jóhann Már Kristinsson framkvæmdastjóri í Bergi.
Jóhann Már Kristinsson,framkvæmdastjóri Menningarhússins Berg og Björk Hólm forstöðumaður safna komu inn á fund kl. 08:15.

1.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar.

2.Menning í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 202111056Vakta málsnúmer

Umræður um menningarmál í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.
Jóhann Már Kristinsson,framkvæmdastjóri Menningarhússins Berg og Björk Hólm forstöðumaður safna fóru af fundi kl. 08:55.

3.Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi og leggja hann fram til umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá B.G Music ehf. Sótt er um 300.000 kr. til að halda námskeið sem ber nafnið "Tónatrítl" og er fyrir börn á aldrinum 0 - 2 og 3 - 5 ára og forráðamenn þeirra.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Björk Eldjárn Kristjánsdóttur. Sótt er um 438.046 kr. til að halda gjaldfrjálsa tónleikaröð víðs vegar í Dalvíkurbyggð með systkinum sínum sem mynda tónlistarhópinn Blood Harmony.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 350.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203027Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Daniele Basini. Sótt er um 350.000 kr. til að halda minningartónleika í Bergi um ítalska tónskáldið Ennio Morricone sem dó í júlí 2020.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem að umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Írisi Hauksdóttur. Sótt er um 250.000 kr. til að halda tónleika í Bergi í desember, "Jólaró".
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203069Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um 265.000 kr. til að gera leikmynd á sviði í Ungó í anda og stíl þeirra bræðra frá Bakka.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203064Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélagi Berg ses. Sótt er um 200.000 kr. til að halda "Hestahelgi" og "Skíðahelgi", þar sem að hestamannafélagið Hringur verður 60 ára og Skíðafélag Dalvíkur verður 50 ára. Sýningar fara fram í stóra sal Menningarhússins og verða myndir úr sögu félaganna og búnaði gömlum sem nýjum.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203028Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Skíðafélagi Dalvíkur. Sótt er um 400.000 kr. til að gefa út veglegt afmælisrit, þar sem að Skíðafélag Dalvíkur verður 50 ára 11. nóvember 2022.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203068Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn frá Rut Ísafold Kristjánsdóttur. Sótt er um 100.000 kr. til að halda myndlistarsýningu í Hinu húsinu í Reykjavík og vonandi líka í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki úthlutunarreglur sjóðsins um staðsetningu.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202202084Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sindra Svan Ólafssyni. Sótt er um 300.000 kr. til að halda ljósmyndasýningu í Bergi. Myndir úr héraði sem og annarstaðar af landinu.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem að umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Rúnu Kristínu Sigurðardóttur. Sótt er um 250.000 kr. til að halda málverkasýningu í Menningarhúsinu Bergi. Sýningin hefur heitið "Von og vegsemd".
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203065Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 300.000 kr. vegna "Klassík í Bergi" 2022 - 2023 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

15.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.

Málsnúmer 202203004Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Sótt er um 240.000 kr. í verkefni sem heitir "Ævintýraheimur Bókasafns Dalvíkurbyggðar". Verkefnið miðar að því að gefa undirgöngum og Björgúlfsstofu nýtt tímabundið hlutverk þar sem börn og fullorðnir geta komið og leyst þrautir og gátur á eigin vegum.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs