Umsókn um hækkun framkvæmdastyrks vegna troðarahúss

Málsnúmer 202506038

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 174. fundur - 10.06.2025

Skíðafélagið óskar eftir frekari styrk til byggingar troðarahúss þar sem það framkvæmdafé sem ætlað var til verksins er búið. Framkvæmdin við húsið er ekki komin það langt að það sé komið í nothæft og varðveisluhæft ástand.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að forsvarsmenn Skíðafélags Dalvíkur komi á fund með ráðinu ásamt byggðaráði til að fara yfir framkvæmd og framhald byggingar Troðarahússins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 175. fundur - 15.07.2025

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir á bilinu 25-46 milljónum króna til að ljúka við framkvæmdir á Troðarahúsi/áhaldageymslu á svæðinu. Kostnaður við verkið er kominn fram úr þeirri áætlun sem upphaflega var lagt upp með af mismunandi ástæðum.
Í ljósi þess að óskað var eftir kr.46.000.000 til að fullklára bygginguna leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að Skíðafélagi Dalvíkur verði veittur framkvæmdastyrkur að upphæð kr. 23.000.000. Með þessari upphæð verði verkið fullklárað með mótframlagi skíðafélagsins upp á sömu upphæð.
Upphæðin verði greidd út í samræmi við framvindu verksins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.