Umsókn um hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025

Málsnúmer 202506037

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 174. fundur - 10.06.2025

Í kjölfar erfiðs rekstrar vegna óheppilegra veðuraðstæðna í fjallinu sækir Skíðafélag Dalvíkur um aukinn styrk til reksturs skíðasvæðisins.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að forsvarsmenn Skíðafélags Dalvíkur komi á fund með ráðinu ásamt byggðaráði til að fara yfir rekstur skíðasvæðisins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 175. fundur - 15.07.2025

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir 10 milljónum króna í hækkun á rekstrarstyrk á árinu 2025 vegna erfiðrar afkomu eftir veturinn. Reksturinn var þungur þar sem veðurfarsaðstæður reyndust með eindæmum erfiðar með tilliti til opnunardaga á skíðasvæðinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum. Ráðið leggur til að kr.10.000.000 verði fyrirframgreiddar af rekstrarstyrk ársins 2026. Brýnt er að skíðafélagið yfirfari rekstur félagsins og leiðir til hagræðingar.