Byggðaráð

1096. fundur 15. febrúar 2024 kl. 12:30 - 14:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Brák íbúðafélagi hses; Kynning frá félaginu

Málsnúmer 202402067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses, í gegnum TEAMS kl. 12:38.
https://brakibudafelag.is/

Elmar kynnti starfsemi félagsins.

Á heimasíðu félagsins kemur fram:
Brák íbúðafélag hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Stofnendur Brákar eru nú orðnir 31 sveitarfélag. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Elmar vék af fundi kl. 13:00.
Byggðaráð þakkar Elmari fyrir kynninguna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til frekari umfjöllunar í byggðaráði.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402055Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2024 vegna veikindalauna að upphæð kr. 2.286.341 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Byggðasafnið Hvoll

Málsnúmer 202301098Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. voru húsnæðismál Byggðasafnins Hvols áfram til umræðu. Fram kom að unnið verður áfram að verkefninu og samþykkt að fá forstöðumann safna og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs aftur á fund eftir 2 vikur.

Björk Hólm og Gísli gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem hefur farið fram á milli funda.


Björk og Gísli viku af fundi kl. 13:35.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og starfsmönnum á sviði safnamála að halda áfram að tæma Byggðasafnið Hvol og pakka niður safnmunum til geymslu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila forstöðumanni safna að nýta heimild í launaáætlun 2024 vegna sumarstarfa í ofangreinda vinnu með því skilyrði að það rúmist innan heimildar í launaáætlun.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að húsnæði safnsins verði sett á söluskrá.
d)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áfram verði unnið að framtíðarsýn um húsnæðismál safna og að byggðaráð muni eiga fund með forstöðumanni og sviðsstjóra fyrir Páska og staða mála rædd.

4.Fyrirtækjaþing 2024

Málsnúmer 202402065Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:35.

Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá fer byggðaráð með atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins, sbr. 47. gr. Í starfsáætlun 2024 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið standi fyrir fyrirtækjaþingi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður listi yfir þau fyrirtækjaþing sem haldin hafa verið frá 2006.

Til umræðu þema fyrirtækjaþings 2024.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar er í vinnslu og er tilbúin til rýni fyrir byggðaráð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna úr niðurstöðum atvinnulífskönnunar og í framhaldinu ákveða hver efnistök fyrirtækjaþings 2024 eiga að vera.

5.Frá Menningarráði þann 18.01.2024; Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069Vakta málsnúmer

Á 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 10.01.2024.
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar, og telur mikilvægt að fá aðila frá Leikfélagi Dalvíkur inn á fund hjá Byggðaráði."

Í erindi Leikfélags Dalvíkur frá 10. janúar sl. kemur fram hugmynd um að gerður verði minnisvarði um tökur þáttanna True Detective í Dalvíkurbyggð sem yrði þá aðdráttarafl fyrir ferðamenn að stoppa við. Leikfélagið býður fram krafta sína við að reisa minnisvarða um tökurnar með því markmiði að hann yrði tilbúinn í vor. Hugmyndir eru um að setja upp skilti á túni við spennirafstöðina á móti Ungó ásamt munum úr leikmyndinni. Leikfélagið óskar eftir kr. 2.000.000 frá Dalvíkurbyggð samkvæmt lauslegri kostnaðaráætlun m.a. til að fá aðila til að hanna minnisvarðann og framkvæmdin yrði á höndum Leikfélagsins ásamt starfsmönnum Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

Friðjón vék af fundi kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

6.Samningur við Bergmenn ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða.

Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024.´

Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar.

7.Selárland - uppbyggingarsvæði - drög að viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf.

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 1. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta." Frestur til að að skila inn tillögur var til og með 8. janúar sl. Einn tillaga barst og er hún frá Ektaböðum ehf í samstarfi við Nordic arkitekta.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um ofangreint verkefni.

Til máls tók: Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn felur byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um verkefni um uppbyggingu Selárlands á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu viljayfirlýsingar við Ektaböð sé hún innan ramma auglýsingar um uppbyggingarsvæði ofan Hauganess",

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf. um ofangreint.

Sviðsstjóri upplýsti að drögin eru til yfirlestrar hjá forsvarsmönnum Ektabaða ehf.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau liggja núna fyrir og afgreiðslu frestað þar til umsögn berst frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. sem og frekari rýni innanhúss.

8.Frá Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 202402058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó.

Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð.

Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/

Lagt fram til kynningar.

9.Frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Ráðning í starf verkefnastjóra þvert á svið

Málsnúmer 202402027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 6. febrúar sl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra þvert á við Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýlusviðs. Í erindinu er gert grein fyrir þarfagreiningu í starfið og helstu verkefnum. Í starfs- og fjárhagáætlun 2024 þá er gert ráð fyrir starfi verkefnastjóra í 100% starf á deild 09210.

Sumarið 2023 voru gerðar breytingar á framkvæmdasviði þannig að í dag starfa þar þrír millistjórnendur í stað sviðsstjóra. Við undirbúning og vinnu við þær breytingar var ljóst að einhver verkefni féllu ekki beint undir starfssvið þeirra stjórnenda, þá er um að ræða ákveðna skörun á verkefnum á milli þessara tveggja sviða. Þá eru stefnumótandi verkefni sem heyra undir fjármála- og stjórnsýslusvið sem ekki hefur verið ráðrúm til þess að sinna sökum fjölda verkefna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar ráðningu í 100% starf verkefnastjóra þvert á svið Framkvæmdasviðs og Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði næsti yfirmaður og fari því með ráðningarvald og mannaforráð.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá Innviðaráðuneytinu; Skilgreining á opinberri grunnþjónustu

Málsnúmer 202402068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir ábending frá SSNE, dagsett þann 8. febrúar sl., um að skilgreining á opinberri grunnþjónustu hefur legið til umsagnar um nokkurn tíma á Samráðsgátt stjórnvalda (https://island.is/samradsgatt/mal/3610).
Fram kemur að skv. upplýsingum frá Innviðaráðuneytinu þá er hægt að senda inn umsagnir þótt að fresturinn sé útrunninn.

Um er að ræða skilgreiningu opinberrar grunnþjónustu og viðmiði um lágmarksþjónustustig fyrir dreifbýli þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð stjórnar nr. 942

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 942 frá 26.01.2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá SSNE, fundargerð stjórnar nr. 60.

Málsnúmer 202401075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 60 frá 07.02.2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs