Byggðaráð

1090. fundur 07. desember 2023 kl. 13:15 - 16:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð heimsókn í stofnanir

Málsnúmer 202306018Vakta málsnúmer

a) Árskógarskóli kl. 13:15.
b) Dalvíkurskóli kl. 14:15.

Byggðaráð ásamt sveitarstjóra fóru í heimsókn í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla þar sem Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri, tóku á móti byggðaráði.
Byggðaráð þakkar fyrir góðar móttökur.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202311096Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Silja Dröfn Jónsdóttir, innheimtufulltrúi, kl. 15:05.

a) Bókað í trúnaðarmálabók.
b) Staða innheimtumála Dalvíkurbyggðar almennt.

Innheimtufulltrúi kynnti fyrir byggðaráði stöðu innheimtumála hjá Dalvíkurbyggð.

Silja Dröfn vék af fundi kl. 15:43.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Reykavík Marketing ehf.; Eru ykkar vefir aðgengilegir

Málsnúmer 202311140Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:45.

Tekið fyrir erindi frá Reykjavík Marketing ehf., rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2023, þar sem fyrirtækið vill kanna aðgengi á vefsvæðum Dalvíkurbyggðar þar sem ljóst sé að í náinni framtíð munu öll opinber vefsvæði og smáforrit vera skyldug til að uppfylla ákveðnar aðgengiskröfur.
Meðfylgjandi er eftirfarandi brot úr tölvupósti sem fyrirtækið fékk sem svar við fyrirspurn til Fjármálaráðuneytisins:


"Alþingi samþykkti 3. maí sl. ályktun um staðfestingu nokkurra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, þ.m.t. um að fella inn í EES-samninginn tilskipun ESB um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir fartæki. Þingsályktunina má sjá hér.
Í kjölfar þingsályktunarinnar hófst vinna við innleiðingar reglugerðarinnar hérlendis. Sú vinna, sem meðal annars felur í sér nauðsynlegt mat á áhrifum lagasetningarinnar, stendur nú yfir. Það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvernig nákvæm tímalína verður, umfram það að þó vinnan sé á frumstigi er hún hafin."

Fram kemur að tilgangur með þessum pósti er að láta einnig vita af þjónustu sem fyrirtækið getur boðið upp á og ef Dalvíkurbyggðar vanti ráðgjöf, úttektir eða hreinlega að taka ákveðna vefi í gegn og sjá til þess að þeir séu aðgengilegir og þ.a.l. löglegir í framtíðinni, þá sé hægt að hafa samband við Hlyn Þór Agnarsson hjá Reykjavík Marketing ehf.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Matvælaráðuneyti; Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20232024

Málsnúmer 202312006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, dagsett þann 1. desember sl.,þar sem tilkynnt er um úthlutun á byggðakvóta í Dalvíkurbyggð á fiskveiðiárinu 2023/2024. Úthlutun innan sveitarfélagsins verður eftirfarandi:
Árskógssandur 165 þorskígildistonn (var 180 fiskveiðiárið 2022/2023)
Dalvík 65 þorskígildistonn (var 65 fiskveiðiárið 2022/2023)
Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15 fiskveiðiárið 2022/2023)

Sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eru aðgengilegar hér á vef Stjórnartíðinda;
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75ff40dc-9ddf-40a9-b82b-452725158a4a


Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember nk. til að senda tillögur um sérreglur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar og form til útfyllingar vegna tillögu um sérreglur og rökstuðning vegna þeirra.

Friðjón vék af fundi kl. 15:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sérreglur Dalvíkurbyggðar fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023.

5.Frá Norðurböðum hf.; Hluthafafundur

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.
Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi.

6.Samgöngustefna SSNE

Málsnúmer 202311138Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 21. nóvember 2023, þar sem meðfylgjandi er lokaútgáfa Samgöngustefnu SSNE. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu SSNE:
https://www.ssne.is/static/files/Skyrslur/samgongustefnassne_lokaskjal.pdf
Byggðaráð áréttar að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE og eins og Svarfaðardalsvegur ætti að fara inn á samgönguáætlun.

7.Píeta samtökin Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202311139Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Píeta samtökunum, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að eins og kunnugt sé þá hafi samtökin hafið starfsemi Píeta á Akureyri og Húsavík en Píetaskjól var opnað í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík í ágúst. Það var samtökunum mikið fagnaðarefni að sér fært að verða að liði í landshlutanum enda er því miður mikil þörf á þjónustu samtakanna.

Sem frjáls félagasamtök sem eru að mestu leiti (85%) háð fjárstuðningi almennings standa samtökin ekki sterkum fótum fjárhagslega og því er leitað til Dalvíkurbyggðar í þerri von að sveitarfélagið geti orðið samtökunum að liði í starfseminni fyrir norðan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi

Málsnúmer 202312008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 4. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærileyfi fyrir þorrablót frá UMF Þorsteini Svörfuði. Þorrablótið er áformað 3. febrúar 2024 að Rimum í Svarfaðardal. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

9.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis: Til umsagnar 509. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311122Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 27. nóvember sl, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendirtil umsagnar 509. mál, húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 73. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311124Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 27. nóvember sl, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar 2023; fundargerðir nr. 937 og nr. 938.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 937 og nr. 938 frá 12.11.2023 og 24.11.2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar 2023- nr. 76.

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 76 frá 14.11.2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs