Íþrótta- og æskulýðsráð

157. fundur 11. janúar 2024 kl. 16:15 - 17:30 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202311014Vakta málsnúmer

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 fór fram í menningarhúsinu Bergi. Fundur hófst með undirbúning og athöfnin fór svo fram kl. 16:30 þar sem tilnefndum var veitt viðurkenning og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var tilkynntur. Einnig voru veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði íþrótta- og æskulýðsráðs á athöfninni.
Írena Rut Jónsdóttir, nemandi tónlistarskólans á Tröllaskaga söng fyrir gesti og er henni þakkað fyrir það.

Það var knattspyrnumaðurinn Þröstur Mikael Jónasson sem var valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2023.
Þröstur var fyrirliði og einn besti leikmaður Dalvíkur/Reynis sumarið 2023 þegar liðið tryggði sér óvæntan, en verðskuldaðan sigur í 2.deild karla. Þröstur átti frábært sumar, fór fyrir liði sínu með baráttu og sigurvilja, og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins annað árið í röð. Þröstur stimplaði sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar og fékk verðskuldaða athygli með frammistöðu sinni í sumar.

Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:
-Elín Björk Unnarsdóttir Sund
-Hafsteinn Thor Guðmundsson Golf
-Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Blak
-Sveinbjörn Hjörleifsson Hestar
-Torfi Jóhann Sveinsson Skíði


Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar