Byggðaráð

1075. fundur 27. júlí 2023 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.100 ára afmæli Tunguréttar

Málsnúmer 202307070Vakta málsnúmer

Á fundinn komu Jón Þórarinsson og Atli Þór Friðriksson og kynntu hátíðardagskrá á 100 ára afmæli Tunguréttar, sem haldið verður upp á þann 26.ágúst nk. kl. 14.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita kr. 275.000.- til veitinga í afmælisveisluna, sem færist á deild 21500 - 4960.
Jón Þórarinsson og Atli Þór Friðriksson véku af fundi kl. 13:55

2.Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027; Golfklúbburinn Hamar

Málsnúmer 202307049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri með óskum um styrk til framkvæmda á Arnarholtsvelli á árunum 2024 - 2027.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

3.Selárlandið til uppbyggingar

Málsnúmer 202306065Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð.

4.Ársreikningur Dalbæjar 2022

Málsnúmer 202307059Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Dalbæjar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Tímabundið bann við lagningu ökutækja; Fiskidagurinn mikli 2023

Málsnúmer 202307063Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi auglýsingu um tímabundið bann við lagningu ökutækja, laugardaginn 12.ágúst nk. á Fiskidaginn mikla.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur, í samræmi við heimild í 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/20019 og að fengnu samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, ákveðið eftirfarandi:

Á tímabilinu frá kl. 08:00 laugardaginn 12. ágúst 2023 og til kl. 08:00 sunnudaginn 13. ágúst 2023 verður bannað að leggja ökutækjum við Skíðabraut, Mímisveg, Böggvisbraut, Karlsrauðatorg og Gunnarsbraut á Dalvík.

6.Framkvæmdasvið, ráðningarmál

Málsnúmer 202307069Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri óskar eftir heimild byggðaráðs til þess að auglýsa eftir skipulagsfulltrúa og veitustjóra, þessar tvær
stöður ásamt deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar munu mynda stjórnendateymi framkvæmdasviðs með sveitarstjóra sem yfirmann.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sveitarstjóra að breytingum á stjórnun framkvæmdasviðs og heimilar að auglýst verði eftir skipulagsfulltrúa og veitustjóra.

7.Kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja frá Kristjáni Vigfússyni.

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Byggðaráð áréttar að kvartanir vegna lyktar skal komið á framfæri við útgefanda starfsleyfis sem er Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

8.Löggæslumyndavélar, bæjarhlið

Málsnúmer 202307071Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnir innihald meðfylgjandi minnisblaðs um fyrirhugaða uppsetningu löggæslumyndavéla á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu með lögreglunni og útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2023. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort möguleiki er á að settar verði upp hraðamyndavélar samhliða uppsetningu. Þegar þessi gögn liggja fyrir verður málið tekið aftur fyrir í byggðaráði til afgreiðslu.
Byggðaráð þakkar Felix Rafni Felixsyni fyrir gott samstarf og hans framlag til sveitarstjórnarmála í Dalvíkurbyggð. Jafnframt óskar byggðaráð honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri