Uppbyggingarstyrkir íþróttafélaga

Málsnúmer 202201030

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 135. fundur - 11.01.2022

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022-2025 voru eftirfarandi upphæðir samþykktar í styrki til uppbyggingar mannvirkja og tækjabúnaðar íþróttafélaga:
2022: 33.000.000.-
2023: 40.000.000.-
2024: 40.000.000.-
2025: 40.000.000.-
upphæðin er ekki skipt og er það hlutverk íþrótta- og æskuýðsráð að skipta fjármagninu á milli aðila.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ræða við félögin á milli funda og málið verður tekið upp aftur á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 136. fundur - 01.02.2022

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa funduðu með forsvarsmönnum íþróttafélaga um uppbyggingu á milli funda. Upphæð ársins 2022 er 33.000.000 sem skipta þarf á milli þessara félaga.
íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að upphæðinni verði skipt með eftirfarandi hætti vegna uppbyggingar svæðanna árið 2022:
Golfklúbburinn Hamar: kr. 18.000.000.-
Hestamannafélagið Hringur: 11.000.000.-
Skíðafélag Dalvíkur: kr. 4.000.000.-

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 136. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa funduðu með forsvarsmönnum íþróttafélaga um uppbyggingu á milli funda. Upphæð ársins 2022 er 33.000.000 sem skipta þarf á milli þessara félaga. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að upphæðinni verði skipt með eftirfarandi hætti vegna uppbyggingar svæðanna árið 2022: Golfklúbburinn Hamar: kr. 18.000.000.- Hestamannafélagið Hringur: 11.000.000.- Skíðafélag Dalvíkur: kr. 4.000.000.-"
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:54 við umfjöllun og afgreiðslu.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og skiptingu á styrki til uppbyggingar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.