Íþrótta- og æskulýðsráð

136. fundur 01. febrúar 2022 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Eydís Arna Hilmarsdóttir boðaði forföll. Jóhannnes Tryggvi Jónsson mætti í hennar stað.

1.Uppbyggingarstyrkir íþróttafélaga

Málsnúmer 202201030Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa funduðu með forsvarsmönnum íþróttafélaga um uppbyggingu á milli funda. Upphæð ársins 2022 er 33.000.000 sem skipta þarf á milli þessara félaga.
íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að upphæðinni verði skipt með eftirfarandi hætti vegna uppbyggingar svæðanna árið 2022:
Golfklúbburinn Hamar: kr. 18.000.000.-
Hestamannafélagið Hringur: 11.000.000.-
Skíðafélag Dalvíkur: kr. 4.000.000.-

2.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Eitt af því sem hefur reynst erfitt er tímaramminn frá því að tilnefningar koma inn og þar til lýsing á kjörinu fer fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu mót verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna. Rætt var um það með hvaða hætti væri best að finna þá aðila sem eru utan félaga í Dalvíkurbyggð, en með lögheimili í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og sækulýðsfulltrúa falið að vinna drög að breyttum reglum miðað við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

3.yfirferð starfsáætlunar 2022 - íþrótta- og æskulýðsmál

Málsnúmer 202201118Vakta málsnúmer

Farið var yfir samþykkta starfsáætlun ársins.

4.Fjárhagslegt stöðumat - íþrótta- og æskulýðsmál

Málsnúmer 202201119Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 06.

5.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2022

Málsnúmer 202201120Vakta málsnúmer

Rætt var um tímasetningu á árlegum vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig þarf að ræða hvort fundur að hausti sé betri kostur. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur verði haldinn 3. maí og hvetur nýtt ráð til að taka upp umræðuna um tímasetninguna aftur.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi