Fjárhagsáætlun 2021; Efni í girðingu í kringum Upsakirkjugarð

Málsnúmer 202009064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju dagsett 26. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir að greiðsla frá Dalvíkurbyggð fyrir efni í girðingu í kringum Upsakirkjugarð verði sett á fjárhagsáætlun 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að framlag sveitarfélagsins til girðingar við Upsakirkjugarð verði kr. 950.817,- samkvæmt kosnaðaráætlun og upphæðin sett á lið 11020-9145.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum