Fjárhagsáætlun 2021; hjólreiðarstígur á Árskógsströnd

Málsnúmer 202009046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 31. ágúst 2020, frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla, ósk um að útbúnir verði hjólastígar á Árskógsströnd þannig að nemendur geti hjólað í skólann og farið á milli byggðakjarna án þess að hjóla á þjóðveginum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 31. ágúst 2020, frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla, ósk um að útbúnir verði hjólastígar á Árskógsströnd þannig að nemendur geti hjólað í skólann og farið á milli byggðakjarna án þess að hjóla á þjóðveginum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í malarborinn hjóla- og göngustíg frá Árkógarskóla að brúnni yfir Þorvaldsdalsá og að stígurinn frá brú að Árskógssandi verði lagfærður. Stígur frá Árskógarskóla að Hauganesi verði settur á 3 ára áætlun og stígur að sveitarfélagsmörkum að sunnan verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Ráðið felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkið fyrir næsta fund ráðsins.
Fylgiskjöl: