Fjárhagsáætlun 2021; vegur í frístundabyggðinni í landi Hamars

Málsnúmer 202008070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Tekið fyrir erindi, samanber rafpóstur dagsettur þann 24. ágúst 2020, frá lóðarhöfum á Hamri og sumarhúsalóðum 2-7 í landi Hamars, ósk um að vegurinn í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur. Einnig koma fram ábendingar um snjómokstur og sorpgáma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi, samanber rafpóstur dagsettur þann 24. ágúst 2020, frá lóðarhöfum á Hamri og sumarhúsalóðum 2-7 í landi Hamars, ósk um að vegurinn í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur. Einnig koma fram ábendingar um snjómokstur og sorpgáma.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að umræddur vegur í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur sumarið 2021 ásamt aðgengi að sorpgámi.
Umhverfisráð bendir á að snjómokstur í frístundabyggð er ekki á vegum sveitarfélagsins, en gera má ráð fyrir að snjósöfnun muni minnka við endurbætur á veginum.
Sviðsstjóra falið að kostnaðarmeta verkið fyrir næsta fund ráðsins.