Fjallgirðing á Árskógsströnd 2019

Málsnúmer 201902070

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 124. fundur - 14.02.2019

Undir þessum lið komu þau Gitta Ármannsdóttir, Jónas Þór Leifsson og Snorri Snorrason kl. 10:17
Til umræðu staða endurbóta á fjallgirðingunni á Árskógsströnd 2019.

Þau Gitta, Jónas Þór og Snorri víku af fundi kl. 11:24

Landbúnaðarráð þakkar þeim fyrir komuna.
Farið var yfir stöðu fjallgirðingarmála í Árskógsdeild.

Landbúnaðarráð - 126. fundur - 14.03.2019

Til umræðu endurbætur á fjallgirðingum sumarið 2019.
Ráðið felur svisstjóra og formanni að ganga frá verksamningi við verktaka fyrir næsta fund ráðsins. Nákvæm verkáætlun sem hluti samnings skal liggja fyrir þegar úttekt á girðingunni hefur farið fram.

Landbúnaðarráð - 127. fundur - 02.05.2019

Til umræðu erindi frá fjallgirðingarnefnd dags. 24. apríl 2019
Landbúnaðarráð felur formanni og sviðsstjóra að meta ástand girðingarinnar og koma með tillögur að þeim kafla sem á að endurnýja og viðhaldsþörf í sumar. Verksamningur og áætlun síðan kynnt fyrir fjallskilanefnd Árskógsdeildar.

Landbúnaðarráð - 128. fundur - 08.08.2019

Til umræðu staða endurnýjunar og viðhalds fjallgirðingar á Árskógsströnd 2019
Sviðsstjóri og formaður upplýstu ráðið um framgang verkefnisins miðað við áætlun ársins.