Þing ungmenna 2019

Málsnúmer 201812091

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 18. fundur - 20.12.2018

Ungmennaráð vann að undirbúningi ungmennaþings sem fram fer á næsta ári. Samþykkt er að þing ungmenna 2019 verði haldið 24. janúar og kosið verði um nýja fulltrúa í ungmennaráð á því þingi, sem sitja þá til næstu tveggja ára. Næsti fundur ungmennaráðs verður 14. janúar kl. 16:45.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 106. fundur - 08.01.2019

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Þing ungmenna í Dalvíkurbyggð verði haldið fimmtudaginn 24. janúar 2019 í Víkurröst. Á því þingi verður kosið nýtt ungmennaráð Dalvíkurbyggðar.

Ungmennaráð - 19. fundur - 14.01.2019

Daði Mar Flosason sat fundinn
Ungmennaráð vann að undirbúningi ungmennaþings sem fram fer fimmtudaginn 24. janúar.