Atvinnumála- og kynningarráð

30. fundur 17. janúar 2018 kl. 13:00 - 15:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Freyr Antonsson, formaður, boðaði forföll og mætti hans varamaður Valdemar Þór Viðarsson í hans stað.

Jón Steingrímur Sæmundsson mætti ekki og boðaði ekki forföll.

1.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201709014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti á fundinn Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður Dalvíkurbyggðar.

Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:
,,Í reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki kemur fram að endurskoða skuli reglurnar á fjögurra ára fresti og var það gert af atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar síðast í janúar 2012.

Með fundarboði fylgdu fyrstu drög upplýsingafulltrúa að breytingum á reglum um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki. Þær hafa einnig verið sendar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til yfirferðar.

Unnið að breytingum og upplýsingafulltrúa falið að uppfæra reglurnar miðað við þær breytingar sem voru gerðar á fundinum ásamt því að fá umsögn lögfræðings."
"

Ásgeir Örn yfirgefur fundinn kl. 13:37.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður.

Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu.

2.Umsókn um gerð Hvatasamnings

Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer

Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis.

Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.'


Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf.

Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18.

3.Atvinnulífskönnun 2017

Málsnúmer 201709017Vakta málsnúmer

Á 26. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

,,Í nóvember 2015 lagði atvinnumála- og kynningarráð fyrir atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu. Niðurstöður hennar eru hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið.

Upplýsingafulltrúi lagði til að ráðist verði í álíka könnun aftur núna í nóvember 2017 og að sambærilegt form verði notað og í fyrri könnun til að fá samanburð.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gerð verði atvinnulífskönnun á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu í nóvember 2017."

Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 15. nóvember til 10. desember 2017.

Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Þannig voru til dæmis þau íþróttafélög sem eru með þjálfara á launum með í könnuninni.

Sendur var kynningarpóstur um könnunina þar sem fram komu upplýsingar um tilgang og markmið hennar, fjölda spurninga og svo framvegis. Ítrekun var send út þrisvar á tímabilinu.

Spurningalistinn var sendur á 149 fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Svör bárust frá 80 fyrirtækjum.
Svarhlutfall er 54%.

Heildarfjöldi spurninga í könnuninni er 32 eins og árið 2015.

Valdemar Þór Viðarsson víkur af fundi vegna annarra starfa kl. 14:26.
Upplýsingafulltrúi fer yfir niðurstöður atvinnulífskönnunar 2017.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrirtækjum fyrir góða þátttöku í könnuninni. Niðurstöður hennar verða birtar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þegar skýrsla hefur verið unnin.

4.Fyrirtækjaþing 2018

Málsnúmer 201709015Vakta málsnúmer

Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:

,,Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs var samþykkt að næsta fyrirtækjaþing ráðsins yrði haldið í febrúar 2018.

Ráðið heldur áfram að ræða um möguleg umræðuefni þingsins. "
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi