Fjárhagsáætlun 2018; Frá Golfklúbbnum Hamar; aukið fjárframlag

Málsnúmer 201709012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðin komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.

Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðið komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 94. fundur - 19.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til Golfklúbbsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000 vegna vélakaupa með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að greitt verði samkvæmt útlögðum kostnaði félagsins. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174.

Íþrótta- og æskulýðsráð sér ekki fyrir sér svæði fyrir golfvöll sem nú þegar er ekki skipulagt eða hefur verið hafnað í íbúakönnun. Ráðið leggur til að beðið verði eftir niðurstöðu umhverfisráðs vegna skipulagsmála um endanlega staðetningu og að næsta haust verði stefnt að því að heildaráætlun um uppbyggingu eða viðhald golfvallar í Dalvíkurbyggð verði tilbúin.

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Á 295. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað
'Umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn golfklúbbsins verði boðaðir á fund umhverfisráðs þar sem farið verði yfir innsent erindi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.'

Á fund ráðsins mættu kl. 08:15 undir þessum lið fyrir hönd golfklúbbsins þau Bjarni Valdimarsson og Indíana Ólafsdóttir.
Bjarni og Indíana véku af fundi kl 08:52.
Umhverfisráð sér ekki fyrir sér að breyta núverandi Aðalskipulagi til að koma fyrir nýjum golvelli né að nýta Fólkvanginn sem þegar hefur verið hafnað í íbúakönnun. Þau svæði sem voru til umræðu eru 405-íb og 407-Ó sem ætluð eru til framtíðarnota fyrir þéttbýli. Þar er ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar.
Á fundinum kom einnig fram að stjórn golfklúbbsins Hamars hafi á síðasta stjórnarfundi tekið ákvörðun um að fara í uppbyggingu og endurbætur á Arnarholtsvelli.