Sandskeið 31, umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 201708034

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 293. fundur - 01.09.2017

Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 296. fundur - 13.10.2017

Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2017 óskar Hallgrímur Hreinsson fyrir hönd Dalverks eignarhaldsfélags ehf eftir stækkun á lóðinni við Sandskeið 31 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Á 293. fundi umhverfisráðs var umsókn um stækkun á lóðinni Sanskeið 31 frestað.
Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna stækkun á lóð þar sem stækkun lóðarinnar til austur fer inn í Friðland Svarfdæla og stækkun til norðurs inn á fyrirhugað vegstæði/göngustíg.
Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu á fyrirhuguðum afnotum og leggja fram tillögu að samkomulagi um afnot af svæði til norðurs um 13 metra.
Samþykkt með fimm atkvæðum.