Umsókn um lóð

Málsnúmer 201706065

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 291. fundur - 16.06.2017

Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sæbraut 5 til leigu.
Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi kl 10:40
Karl Ingi kom aftur inn á fundinn 10:45

Umhverfisráð - 293. fundur - 01.09.2017

Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi kl. 08:36
Með innsendu erindi dags. 13. júní 2017 óskar Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni Sjávarbraut 5 til leigu.
Á 291. fundi umhverfisráðs var eftirfandi bókað.
"Ráðið leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að greina umsækjanda frá ástæðu þess."
Umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við ósk umsækjanda um umrædda lóð að svo stöddu þar sem reglur um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir að lóðir séu auglýstar áður en þeim er úthlutað. Lóðin að Sjávarbraut 5 hefur ekki verið auglýst en hún verður auglýst eins fljótt og kostur er á heimasíðu sveitarfélagsins.
Einnig bendir ráðið á að í reglunum um lóðaveitingar er ákvæði í gr. 3.3. sem segir að umsækjendur skuli tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.