Umferðarmerkingar_2017

Málsnúmer 201705116

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 290. fundur - 15.05.2017

Umhverfis- og tæknideild leggur til eftirfarandi breytingar á umferð á Dalvík til að auka umferðaröryggi í bænum.



Skíðabraut: sett verði þrenging í Skíðabraut til móts við Mímisveg. Markmiðið er að draga úr hraða ökutækja sem koma inn í bæinn og jafnframt til að auka öryggi íbúa við hús sem næst standa götu. Meðfylgjandi eru tillögur Vegagerðar um þrengingu.



Mýrargata: afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.



Flæðarvegur: afnuminn verði hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.



Stórhólsvegur: afnuminn verði hægri réttur úr Stórhólsvegi inn á Svarfaðarbraut og sett biðskylda á Stórhólsveg inn á Svarfaðarbraut.
Ráðið leggur til að við Skíðabraut verði sett þrenging til móts við Mímisveg. Við Mýrargötu afnuminn verði hægri réttur úr Mýrargötu inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

Við Flæðarveg verði afnuminn hægri réttur af Flæðavegi inn á Grundargötu og sett biðskylda inn á Grundargötu.

Sviðsstjóra falið að auglýsa breytingarnar lögformlega.

Einnig óskar ráðið eftir því að lögreglan verði boðuð á næsta fund ráðsins til frekari yfirferðar um umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.



Umhverfisráð - 291. fundur - 16.06.2017

Til umræðu umferðarmerkingar í sveitarfélaginu.
Felix Jósafatsson varðstjóri lögreglunnar og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu inn á fundinn kl. 08:16.
Ráðið leggur til að fenginn verði sérfræðingur í umferðaröryggi ásamt Felix Jósafatsyni varðstjóra á næsta fund ráðsins þar sem farið verður heilstætt yfir umferðarmerkingar í öllu sveitarfélaginu.

Felix vék af fundi kl. 09:04

Samþykkt með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 292. fundur - 01.08.2017

Til umræðu umferðamerkingar og umferðaröryggi í Dalvíkurbyggð.
Á fundin mættu Erna Bára Hreinsdóttir og Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni,Felix Jósafatsson varðsstjóri hjá lögreglunni í Dalvíkurbyggð og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 09:30.
Ráðið þakkar fyrir gagnlegar umræður um þau verkefni sem fyrir liggja í umferðaröryggi á þjóðvegum í þéttbýli.
Sviðsstjóra falið að afla tilboða frá ráðgjöfum um lokafrágang á umferðaröryggisáætlun.
Erna Bára Hreinsdóttir,Heimir Gunnarsson,Felix Jósafatsson og Valur Þór Hilmarsson viku af fundi kl. 11:30.