Umsókn um lóð við Böggvisbraut 20

Málsnúmer 201705083

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 290. fundur - 15.05.2017

Með innsendur erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík.
Þar sem tvær umsóknir bárust um lóðina Böggvisbraut 20 var dregið úr spilastökk samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Báðir umsækjendur voru boðaðir á fundinn, en Guðmundur A Sigurðsson mætti ekki og dró nefndarmaður í hans stað. Einar Ísfeld Steinarsson dró hærra spil og hlýtur því lóðina.

Haukur A Gunnarsson og Guðrún Anna Óskarsdóttir véku af fundi kl. 18:50.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Umhverfisráð - 291. fundur - 16.06.2017

Með innsendu erindi dags. 8. maí 2017 óskar Guðmundur A Sigurðsson eftir lóðinni Böggvisbraut 20, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að úthluta Guðmundi lóðinni.
Undir þessu lið lýsti Haukur Arnar Gunnarsson sig vanhæfan og vék af fundi kl. 10:36
Haukur Arnar kom aftur inn á fundin kl 10:40