Nature reserve kayak adventure

Málsnúmer 201611101

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 285. fundur - 02.12.2016

Með innsendi erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.

Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?

Umhverfisráð - 290. fundur - 15.05.2017

Með innsendu erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Á 285. fundi ráðsins þann 2. desember 2016 var eftirfarandi bókað.

Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.

Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?

Lög fram umsögn veiðifélags Svarfaðardalsár dags. 27. febrúar 2017 og friðlandsnefndar dags. 21. apríl 2017 vegna umsóknar Artic Sea Tours.
Umhverfisráð leggur til að umrætt leyfi verði ekki veitt þar sem umsagnir voru samhjóða um að hafna umsókninni.

Samþykkt með fimm atkvæðum.