Erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609066

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar og endurskoðunar.
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga fór yfir erindisbréf nefndarinnar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og deildastjóra fræðslu, frístunda og menningarmála í Fjallabyggð falið að uppfæra grein 2 í erindisbréfi í samræmi við grein 11 í samstarfssamningi milli sveitarfélaganna um rekstur TÁT. Endurskoðað erindisbréf skal lagt fyrir Byggðaráð Dalvíkurbyggðar og Bæjarráð Fjallabyggðar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16. fundur - 11.10.2019

Endurskoðað erindisbréf fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar.
Endurskoðað erindisbréf Skólanefndar TÁT vísað til afgreiðslu í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar