Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Eftirfylgni með úttekt á Dalvíkurskóla - upplýsinga óskað á mat sveitarstjórnar á framkvæmd umbóta

Málsnúmer 201608027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 792. fundur - 15.09.2016

Tekið fyrir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 6. september 2016, þar sem vísað er til fyrri bréfasamskipta vegna úttektar á Dalvíkurskóla árið 2014.



Fram kemur að staðfesting skólastjóra á að umbótum sé lokið barst ráðuneytinu með rafpósti þann 15. ágúst 2016. Ráðuneytið minnir á beiðni þess um staðfestingu sveitarfélags og mat sveitarstjórnar á hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar. Þess er vænst að staðfesting berist ráðuneytinu eigi síðar en 20. september n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með vísan í umfjöllun fræðsluráðs um málið.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Á 792. fundi byggðaráðs þann 15. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 6. september 2016, þar sem vísað er til fyrri bréfasamskipta vegna úttektar á Dalvíkurskóla árið 2014. Fram kemur að staðfesting skólastjóra á að umbótum sé lokið barst ráðuneytinu með rafpósti þann 15. ágúst 2016. Ráðuneytið minnir á beiðni þess um staðfestingu sveitarfélags og mat sveitarstjórnar á hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar. Þess er vænst að staðfesting berist ráðuneytinu eigi síðar en 20. september n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með vísan í umfjöllun fræðsluráðs um málið."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 6. október 2016, þar sem fram kemur að þessu máli er lokið að hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.