Fjallgirðingar 2016

Málsnúmer 201602059

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 102. fundur - 11.02.2016

Til umræðu stofnun fjallskilasjóðar á Árskógsströnd og fyrirkomulag við gjaldtöku.
Landbúnaðarráði lýst vel á framlagðar hugmyndir að innheimtu vegna viðgerðar og viðhalds fjallgirðingar á Árskógsströnd.

Ráðið felur sviðsstjóra að kynna þær hugmyndir fyrir forvarsmönnum landeigenda á Árskógsströnd.

Landbúnaðarráð - 104. fundur - 14.04.2016

Til umræðu áætlun og tillögur fjallskilanefndar vegna viðhalds á fjallgirðingu á Árskógsströnd sumarið 2016.
Landbúnaðarráð leggur til að aukafjármagn sem lagt er til girðingarinnar verði nýtt til endurbyggingar, en innheimt gjald í fjallskilasjóð verði nýtt til viðhalds á þeirri girðingu sem fyrir er. Sviðsstjóra falið að gera drög að samningi við verktaka að undangenginni verðkönnun.

Landbúnaðarráð - 109. fundur - 15.02.2017

Til umræðu viðhald fjallgirðinga 2017.
Farið yfir viðhald fjallgirðinga almennt í öllu sveitarfélaginu og fyrirkomulagi þess.

Ráðið leggur til að sveitarfélagið láti fjarlægja ónýtar og aflagðar girðingar í eigu sveitarfélagsins við Stekkjarhús og í Bæjarfjalli.