Landbúnaðarráð

109. fundur 15. febrúar 2017 kl. 10:00 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir mætti ekki, og engin varamaður í hennar stað.

1.Fundargerðir Fjallskiladeilda 2016

Málsnúmer 201611093Vakta málsnúmer

Til umræðu fundargerðir fjallskiladeilda frá haustinu 2016.
Landbúnaðarráð óskar eftir við fjallskilanefndir í Dalvíkurbyggð að raunþörf gangnaskila á hverju svæði komi fram í fundargerð fjallskiladeilda.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjallgirðingar 2017

Málsnúmer 201602059Vakta málsnúmer

Til umræðu viðhald fjallgirðinga 2017.
Farið yfir viðhald fjallgirðinga almennt í öllu sveitarfélaginu og fyrirkomulagi þess.

Ráðið leggur til að sveitarfélagið láti fjarlægja ónýtar og aflagðar girðingar í eigu sveitarfélagsins við Stekkjarhús og í Bæjarfjalli.

3.Girðingarsjóður á Árskógsströnd

Málsnúmer 201605131Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir við viðhald og endurbætur á fjallgirðingu á Árskógsströnd næstkomandi sumar.
Sviðsstjóri fór yfir framkvæmd síðasta árs og fyrirhugað viðhald og endurbætur næstkomandi vor.

Ráðið leggur til að auglýst verði eftir verktaka til verksins.

4.Styrkvegir 2017

Málsnúmer 201609071Vakta málsnúmer

Til umræðu umsókn í Styrkvegasjóð 2017.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að leggja fram umsókn í Styrkvegasjóð til lagfæringa og endurbóta á veginum inn á Sveinsstaðaafrétt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs