Landbúnaðarráð

96. fundur 09. apríl 2015 kl. 09:00 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. janúar 2015. Leiðbeiningar eru meðfylgjandi erindinu.



Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið 'Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar'.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjallskil og göngur 2015

Málsnúmer 201503099Vakta málsnúmer

Til umræðu niðurstaða skoðanakönnunar um dagsetningu fyrir fjallskil og göngur haustið 2015
Á 95. fundi landbúnaðarráðs var ákveðið að gera skoðanakönnun meðal sauðfjábænda um dagsetningar gangna og rétta 2015. Um var að ræða fyrstu eða aðra helgi september.

Vilji sauðfjárbænda var afgerandi í þessari skoðanakönnun, en 66 % völdu aðra helgi í september.



Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 11. til 13. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 18. til 20. september.



Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 2. og 3. október.

3.Göngur 2015

Málsnúmer 201503198Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 24. mars 2015 óskar Zophonías Jónmundsson eftir leyfi til að ganga fyrstu göngur síðustu helgina í ágúst (29-30 ágúst 2015).
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 29. og 30. ágúst 2015, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías sjái til þess að minnst þrjú dagsverk verði lögð til á Ytra-Holtsdal samhliða fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þann 11. september 2015. Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 18.-20. september 2015.

4.Fjallgirðingar 2015

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á fyrirkomulagi við viðhald fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð.
Undirbúningur fyrir fund með landeigendum á Árskógssandi sem haldinn verður 13:00 í dag.
Ólafur Dýrmundsson ráðunautur er gestur fundarins.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs