Fyrirtækjaþing 2015

Málsnúmer 201501135

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 7. fundur - 04.02.2015

Atvinnumála- og kynningarráð hefur staðið fyrir árlegum fyrirtækjaþingum nú um nokkurt skeið. Umfjöllunarefni hefur verið fjölbreytt, svo sem ferðaþjónusta, atvinnutækifæri sem tengjast höfnum, staðan í efnahagsmálum og nú síðast húsnæðismál svo eitthvað sé nefnt.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að næsta fyrirtækjaþing verði haldið um miðjan apríl og umfjöllunarefnið verði samvinna og samstarf fyrirtækja.

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Á 7. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Atvinnumála- og kynningarráð hefur staðið fyrir árlegum fyrirtækjaþingum nú um nokkurt skeið. Umfjöllunarefni hefur verið fjölbreytt, svo sem ferðaþjónusta, atvinnutækifæri sem tengjast höfnum, staðan í efnahagsmálum og nú síðast húsnæðismál svo eitthvað sé nefnt.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að næsta fyrirtækjaþing verði haldið um miðjan apríl og umfjöllunarefnið verði samvinna og samstarf fyrirtækja.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að færa fyrirtækjaþingið fram í september 2015. Tíminn fram að því verður nýttur til að skipuleggja þingið, fá fyrirlesra og svo framv.

Atvinnumála- og kynningarráð - 12. fundur - 07.10.2015

Fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs verður nú haldið í 9. sinn. Fjallað hefur verið um málið á nokkrum fundum ráðsins en samþykkt hefur verið að umfjöllunarefni þingsins verði samvinna og samstarf fyrirtækja.



Inn á fundinn kom, í gegnum fundarsíma, Hannes Ottósson verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, kl.13:00 en Hannes hefur meðal annars sérþekkingu á fyrirtækja og hugmyndaþróun og nýsköpun og frumkvöðlum.



Hannes vék af fundi kl.13:20.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fyrirtækjaþingið verði haldið fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13:00.



Upplýsingafulltrúa falið að ganga frá framkvæmd þingsins miðað við umræður á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 13. fundur - 04.11.2015

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að fyrirtækjaþingi 2015 en það verður haldið fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13:00 í Bergi menningarhúsi. Yfirskrift þingsins er samvinna og samstarf fyrirtækja en Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, mun leiða þingið og vinnuna sem þar fer fram.



Upplýsingafulltrúi fór yfir dagskrá þingsins.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni "samvinna og samstarf fyrirtækja". Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.



Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir.

Atvinnumála- og kynningarráð - 16. fundur - 03.02.2016

Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:

"Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni "samvinna og samstarf fyrirtækja". Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.



Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "



Farið nánar yfir hvaða klasa á að boða til fundar.





Til umræðu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 18. fundur - 06.04.2016

Á 16. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. mars 2016 var eftirfarandi bókað:



"Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:

'Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni 'samvinna og samstarf fyrirtækja'. Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.



Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "



Búið er að halda fundi í sjávarútvegsklasa, ferðamálaklasa, orkuklasa og dekurklasa og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður fundanna.



Til umræðu.