Skólanámskrár 2013-2014

Málsnúmer 201305084

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 176. fundur - 09.10.2013

a) Skólanámskrár Krílakots og Kátakots. Teknar voru til umræðu og afgreiðslu skólanámskrár Kríla- og Kátakots. Jafnframt var tekið fyrir bréf frá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra þar sem óskað er eftir að í framtíðinni verði heimilt að leggja fram eina námskrá fyrir báða skólana. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrárnar eins og þær liggja fyrir. Jafnframt fagnar ráðið frumkvæði stjórnendanna og styður heilshugar við að ein námskrá nái yfir starfsemi þeirra í framtíðinni. b) Skólanámskrá Árskógarskóla Tekin var til umræðu og afgreiðslu skólanámskrá Árskógarskóla en um minniháttar breytingar er að ræða. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. c)  Skólanámskrá Tónlistarskóla Davíkurbyggðar. Tekin var til umræðu og afgreiðslu skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. d) Skólanámskrá Dalvíkurskóla verður lögð fyrir á janúarfundi næsta árs en verið er að vinna að frekari breytingum á henni.

Fræðsluráð - 179. fundur - 05.02.2014

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti helstu breytingar á skólanámskrá Dalvíkurskóla en hann hafði áður óskað eftir fresti til að leggja námskrána fyrir ráðið vegna breytinga sem fyrirhugaðar voru á starfsháttum skólans í vetur. Björn kynnti helstu nýjungar í skólanámskránni.

Fræðsluráð ræddi breytingarnar en ekki hefur gefist tækifæri til að skoða námskrána ítarlega og er því afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Með fundarboði fylgdi skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Helstu breytingar eru meiri áhersla á samkennslu og upplýsingatækni, aukin umfjöllun er um innra mat skólans.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014.