Fræðsluráð

179. fundur 05. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp GylfadóttirSviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla, Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla og Magnús Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sátu fundinn.

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots og Margrét Magnúsardóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla boðuðu forfö

1.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Kennsluráðgjafi greindi frá vinnu sem hófst á þessu ári varðandi gerð nýrrar, sameiginlegrar skólastefnu fyrir skóla sveitarfélagsins. Vinnuhópur með fulltrúum allra skóla, skólaskrifstofu og fræðsluráðs hefur hist nokkur skipti en næsta skref er að fá inn raddir fleiri starfsmanna skólanna, foreldra og nemenda. Stefnt er að því að ljúka vinnunni undir vor.

2.Umsókn um úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á starfi leikskóla

Málsnúmer 201401003Vakta málsnúmer

Seinni hluta síðasta árs auglýsti Mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir umsóknum sveitarfélaga um úttekt á starfi leikskóla. Fræðslusvið í samstarfi við Krílakot sótti um úttekt á starfi skólans en nýlega barst bréf frá ráðuneytinu um að skólinn hefði ekki komist að í úttekt.

3.Málþing um skil skólastiga

Málsnúmer 201401147Vakta málsnúmer

Greint var frá málþingi um skil á milli skólastiga sem fyrirhugað er að halda í byrjun mars. Vilji er til að hafa sem mesta samfellu á milli skólastiganna. Allir leik- og grunnskólar sveitarfélagsins verða með erindi sem og Menntaskólinn á Tröllaskaga.

Fræðsluráði líst vel á fyrirhugað málþing.

4.Samstarfssamningur við Dalvíkur- og Árskógarskóla

Málsnúmer 201401132Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samstarfssamningur á milli Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla um tónmenntakennslu.

Fræðsluráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

5.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 201401112Vakta málsnúmer

Kynnt var bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að Dalvíkurskóli hefði verið valinn til þess að fara í úttekt hjá ráðuneytinu en úttektin mun fara fram á haustdögum. Fulltrúar ráðuneytisins sem og héraðsmatsmaður taka út ákveðna þætti skólastarfsins svo sem stjórnun, nám og kennslu, innra mat ásamt einum þætti að vali sveitarfélagsins.

Fræðsluráð fagnar því að skólinn hafi komist að í úttekt og umræður fóru fram um ytra mat og hvaða þátt væri æskilegt að óska eftir að ráðuneytið tæki út umfram hina föstu þætti.

6.Skólanámskrár 2013-2014

Málsnúmer 201305084Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti helstu breytingar á skólanámskrá Dalvíkurskóla en hann hafði áður óskað eftir fresti til að leggja námskrána fyrir ráðið vegna breytinga sem fyrirhugaðar voru á starfsháttum skólans í vetur. Björn kynnti helstu nýjungar í skólanámskránni.

Fræðsluráð ræddi breytingarnar en ekki hefur gefist tækifæri til að skoða námskrána ítarlega og er því afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp GylfadóttirSviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi