Fræðsluráð

176. fundur 09. október 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Skólanámskrár 2013-2014

Málsnúmer 201305084Vakta málsnúmer

a) Skólanámskrár Krílakots og Kátakots. Teknar voru til umræðu og afgreiðslu skólanámskrár Kríla- og Kátakots. Jafnframt var tekið fyrir bréf frá leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra þar sem óskað er eftir að í framtíðinni verði heimilt að leggja fram eina námskrá fyrir báða skólana. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrárnar eins og þær liggja fyrir. Jafnframt fagnar ráðið frumkvæði stjórnendanna og styður heilshugar við að ein námskrá nái yfir starfsemi þeirra í framtíðinni. b) Skólanámskrá Árskógarskóla Tekin var til umræðu og afgreiðslu skólanámskrá Árskógarskóla en um minniháttar breytingar er að ræða. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. c)  Skólanámskrá Tónlistarskóla Davíkurbyggðar. Tekin var til umræðu og afgreiðslu skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. d) Skólanámskrá Dalvíkurskóla verður lögð fyrir á janúarfundi næsta árs en verið er að vinna að frekari breytingum á henni.

3.Skóladagatöl 2013-2014

Málsnúmer 201302096Vakta málsnúmer













a) Tekin var til formlegrar afgreiðslu tillaga sem  fræðsluráð afgreiddi í tölvupósti nýverið, þar sem óskað er eftir að lokun vegna starfsmannafundar Kríla- og Kátakos á hádegi þriðjudaginn 29. október 2013 verði þess í stað mánudaginn 28. október 2013. Þessi breyting hefur þegar verið kynnt foreldrum og forráðamönnum.

 



Fræðsluráð samþykkir tillöguna.

 





b) Skóladagatal Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

 



Á 173. fundi fræðsluráð var eftirfarandi bókað:

 



Fræðsluráð samþykkir samhljóða skóladagatal Tónlistarskólans eins og það liggur fyrir en óskar eftir að á næsta fundi ráðsins verði allir viðburðir á vegum skólans sem greitt er fyrir tímasettir á skóladagatalinu og framvegis verði það gert við gerð þess.

 



Með fundarboði fylgdi skóladagatal Tónlistarskólans. Búið er að setja á dagatalið samstarf við Dalbæ en Kristjána Arngrímsdóttir heldur utan um það. Fræðsluráð ítrekar ósk sína um að tónfundir séu settir á skóladagatal og skipulagið verði lagt fram á næsta fundi ráðsins. Jafnframt voru nefnd önnur atriði varðandi skóladagatalið sem skólastjóri þarf að skoða.

4.Skóla- og innritunarreglur Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201309094Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu skóla- og innritunarreglur Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðara) Innritunarreglur Tónlistarskóla DalvíkurbyggðarSkólastjóri fór yfir innritunarreglur skólans.Fræðsluráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.  b) Skólareglur Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.Skólastjóri fór yfir skólareglur skólans og gerðar voru nokkrar breytingar á þeim. Fræðsluráð samþykkir reglurnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi