Félagsmálaráð

165. fundur 14. nóvember 2012 kl. 12:00 - 14:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál lögð fram
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Vinnusamningar

Málsnúmer 201211016Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi kynnti og fór yfir vinnulag vegna atvinnuörykjasamninga við Tryggingastofnun ríkisins
Lagt fram til kynningar

3.Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2013

Málsnúmer 201210060Vakta málsnúmer

Neytendasamtökin á Íslandi óska eftir fjárhagsstyrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð 34.200 krónur vegna starfsársins 2013.
Félagsmálaráð hafnar erindinu

4.Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2013

Málsnúmer 201211005Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Stígamótum þar sem óskað er eftir samstarfi um rekstur fyrirtækisins, með fjárframlögum.
Félagsmálaráð hafnar erindinu og bendir á að ráðið styrkir Aflið, systrarsamtök Stígamóta.  

5.Vinnumarkaðsúrræði - atvinnuleysi

Málsnúmer 201211017Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram til kynningar skýrslu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um "fjárhagsaðstoð og tengsl við atvinnuleysisbætur".
Lagt fram til kynningar.

6.Betra líf! ? mannúð og réttlæti

Málsnúmer 201210054Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagið fram bréf frá SÁÁ sem stendur nú fyrir átakinu Betra líf!- mannúð og réttlæti. Átakið felst í því að leitað er eftir stuðningi þjóðarinnar við að 10% af áfengisgjaldi, sem ríkið innheimtir, verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans þá félagslegu þjónustu og úrræði sem eru á skyldum sveitarfélaganna.
Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar styður átakið - Betra líf mannúð og réttlæti

7.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Málsnúmer 201205045Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og erindi frá Velferðarráðuneytinu vegna áætlunarinnar.
Frestað til næsta fundar

8.Gjaldskrár sviðsins

Málsnúmer 201211018Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram gjaldskrá vegna heimilisþjónustu sem og dagmæðra.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka gjaldskrár sem til eru samkvæmt vísitölu.

9.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209067Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tillögur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 en hagræða þarf um 1% samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar frá 30. október 2012. Félagsmálaráð fór yfir áætlunina og geri tillögur að lækkun.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að lækka heildarramma fjárhagsáætlunar ársins 2013 um 1% samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi