Landbúnaðarráð

82. fundur 28. ágúst 2013 kl. 13:00 - 15:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Ottó B Jakobsson Varaformaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
 • Daði Valdimarsson Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fundargerð Fjallskiladeildar Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201308055Vakta málsnúmer

Fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við fundargerð fjallskiladeildar.Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að athuga hvort misræmi sé á verðmati dagsverka milli deilda innan sveitarfélagsins. Sviðsstjóra er einnig falið að kanna leigusamninga jarða í eigu sveitarfélagsins með tilliti til fjallskila.Vegna slæmrar veðurspár fyrir komandi helgi hefur náðst samkomulag um að smala dalabotna og hugsanlega fleiri svæði næstkomandi fimmtudag og föstudag til að koma fénu sem næst byggð. En þar sem um björgunaraðgerðir er að ræða teljast þessar aðgerðir ekki til eiginlegra gangna og því ekki eiginleg gangnaskil.

2.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 201307074Vakta málsnúmer

Innkomin umsókn frá Sigurði Marínóssyni vegna fjögurra hrossa.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og er leyfið veitt.

3.Umræður um samþykktir um Hunda- og kattahaldi í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201202028Vakta málsnúmer

Samþykktir lagðar fram til kynningar og umræða um eftirfylgni vegna hunda og kattahalds.
Landbúnaðarráð leggur til að fundinn verði aðili til að sinna verkefninu og viðeigandi aðstaða fundin. Lagt er til að auglýstur verði tími þar sem dýralæknir verði fenginn á staðinn og hunda/katta eigendum gefinn kostur á ormahreinsun og örmerkingu dýra sinna.

4.Tillaga Landbúnaðarráðs að fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201308064Vakta málsnúmer

Rammi 2014 lagður fram til kynningar.
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að fjárveiting til Tunguréttar verði tryggð í fjárhagsáætlun fyrir 2014.Landbúnaðarráð leggur til að samningur við gangnamannafélag Sveinsstaðarafréttar verði tekin til endurskoðunar. 

5.Kóngsstaðavegur-Stekkjarhús

Málsnúmer 201308065Vakta málsnúmer

Umræða vegna endurbóta á veg og brú ( Kóngsstaðir-Stekkjarhús).
Landbúnaðarráð vísar ákvörðun um aðvörunarskilti vegna Kóngsstaða/Stekkjarhús vegar til bæjarráðs.   

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Ottó B Jakobsson Varaformaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
 • Daði Valdimarsson Aðalmaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs